Komudagur & dagarnir fyrir Aðfangadag í París

IMG_1516 

1) Þorsteinn, Anna Amma, Bjarney og Nonni rétt komin til Parísar en það vantar fimleikakappann, Nonna á mynd. Gunni tekur myndina.

IMG_1517                                                              

 

 

 

 

2) Og þarna kemur hann...                                                                                                    

Allir komnir a Rue Meslay 

3)...og allir komnir a Rue Meslay en enn vantar hann Nonna (?) en Addi var í prófum þegar allir komu upp í þessa fínu íbúð á sjöundu hæð.

IMG_1522 

 

 

 

 

4) Hér eru þau Gunni, Þorsteinn og Bjarney í búðinni og enn vantar hann Nonna og líka ömmuna og hvað þá hann Adda. 

IMG_15275) Hér erum við á gangi á "Rue Bretagne", meðfram "square de Tample" garðinn en þar vorum við öll en það sést dálítið í ömmuna á bakvið hann Nonna sem loksins er með á mynd.

 

 

 

 

 IMG_1530

6) Hér á þessari mynd erum við enn á "Rue Bretagne" en á þeirri götu er einn af elstu mörkuðum Parísar er hann yfirbyggður og friðaður en hann er meira en 100 ára gamall. En hér er hann Gunni að kaupa í forréttinn fyrir aðfangadag.

IMG_1529 

7) Hér sést í Gunna og Þorstein og Nonna, með bleiku húfuna, og eru svo heillaðir af þessum markaði en þangað reynum við Gunni að fara til þess að kaupa eitthvað ferskt og gott, beint frá bóndanum.

IMG_15318) Hér erum við enn á labbinu og erum komin inn í eitt af mörgum bakaríum Parísar en hér fengum við okkur eitthvað ætilegt og gott en við höfðum verið á labbinu í dágóðan tíma og okkur var mjög kallt.

 

 

 

IMG_1534

9) Hér erum við svo búin að labba og tókum okkur kaffi/kakó-pásu við "Place des Vosges" en meðfram þeirri götu eru fjölmörg gallerí og stemningin mjög parísarleg. Þessi staður Parísar er stórkostlegur og svo kósý.

 IMG_1538 

10) Hér eru svo göngin sem galleríin eru. Þið þurfið aðeins að halla höfðinu til VINSTRI og þá sjáið þið bakið á honum Nonna. Þessi göng liggja á "Rue des Francs Bourgeois" (en þar var ein íbúð tilboða fyrir okkur Gunna þegar við vorum að leita og ekki agalegt að eiga heima á þeirri götu - en bara á 3. hæð).

                                                                   Nonni að sprella!

IMG_1539

                       

IMG_1540 

12) Ja, hérna! ég held að við séum komin á "Rue Rambuteau" sem liggur að "Centre Pompidou". En nafn götunnar breytist í "Rue Rambuteau" úr "Rue des francs Bourgeois". En svona eru sumar göturnar vel skreyttar jólaskrauti hér hjá okkur.


Mánudagurinn

Við Gunni erum nú við tölvurnar okkar, með franskar fréttir á og erum tengdir við umheiminn, nýbúnir að borða góðan mat en bjuggum til okkur eigin uppskrift af salati með góðum osti, tómötum, blönduðu salati, "jampon cru" harðsoðnum eggjum, steiktum sveppum, papriku, lauk og "lardon. Og svo okkar eigin "salatsósu de Gunnar".

Við byrjuðum daginn hinsvegar á því að þurfa að vakna útaf vinnu og skóla. Ég vaknaði á undan og dreif mig í tíma á meðan Gunni minn svaf en vaknaði nú ekki löngu eftir að ég fór út úr húsi. Það var svo gott að finna fyrir því að það var heitt úti en loksins var milt í veðri og ekki kallt, eins það hefur verið undan farna daga. Það tekur mig nú bara 15 mínútur að komast í skóla miðað við að það tók mig rúmlega 45 mínútur í fyrra. Staðurinn þar sem nýja íbúðin er, er á besta stað og við verulega nálægt öllu. Það er líka verulega stutt fyrir Gunna í kennslu og hann getur ekki hætt að tala um það hve gott það er að búa hérna á sjöundu hæð með útsýni yfir alla parísarborg fyrir utan "Sacre Coer". Það er bara allt annað en í fyrra eða frekar hitt í fyrra þar sem við bjuggum í þrettánda hverfi. En erum nú í þriðja hverfi rétt við Place de la République og í "le marais" hverfinu. 

Í skólanum gekk vel og mikið lært varðandi "media distribution", um franska málfærði og veðrið á frönsku. Eftir að ég fór úr fyrri tímanum sem fjallaði um "meda distribution" fór ég á lítið kaffihús, keypti mér "le Monde", las um forsetaframbjóðendur á meðan ég söpraði á "un café" eða sem sagt bara kaffi expresso og reykti eina sígó. Eftir það fór ég í frönsku tíma og lærði eitthvað í frönskunni en í þessum tíma talaði ég ekki mikið eins og ég reyni að gera sem mest. Ætli ég sé ekki enn kominn á það tímabil að ég er að hugsa og hugsa um það sem ég hef lært í vetur til þess að svo geta talað rétt. Þetta minnir mig á hann Frikka bróður minn sem er bara 9 ára. En hann hefur alltaf tekið sér tíma á að læra eins og að hann sé að íhuga það sem á að gera áður en hann í raun framkvæmir. Maður sér sjálfan sig oft þannig í öðrum og sérstaklega í bróður sínum eins og í mínu tilfelli.

Eftir að hafa verið í frönskutíma sendi ég Gunna sms um að ég færi bara heim en við ætluðum að vera í sambandi útaf búðarráfi í sjöundahverfi. En hann fór í kennslu klukkan þrjú og var í vinnu til fimm svo það passaði að hann kæmi í "skólahverfið" eða "Eiffelhverfið" eftir vinnu þar sem ég væri búinn korter í fimm. Okkur vantar nefnilega þvottkörfu og ég hafði séð eina flott og ódýra þar. Svo ætlaði ég að sýna Gunna göngugötuna sem er við skólan minn í leiðinni og kannski kaupa þar eitthvað sniðugt í búið. En ég vildi frekar fara heim og ná að fara í ræktina og ná að finna blómabúð sem væri byrjuð a selja greni fyrir jólaskrautið. Ég fór heim og þegar ég var rétt kominn uppúr metróinu hringir Gunni og hann að fara að leggja af stað úr kennslu. Ég mæti honum við metróið hans eftir að hafa flakkað í rúmar þrjátíu mínútur eftir greni en ekki fundið neitt. Við ákváðum að fara í búðina og kaupa það helsta fyrir kvöldmatinn góða og svo það nauðsynlegasta. En eftir það ætluðum við í ræktina og fá smá styrktaræfingu. En það er víst nóg að labba um alla borg þannig að maður þarf ekki að fara í ræktina til þess að hreyfa sig. Við gerðum það eftir að hafa farið með matarinnkaupspokana heim.

Svo enduðum við á því að kveikja á tölvum og "imbakassa" og njóta þess að vera til og spjalla saman um það sem mest liggur á. Svo einnig að heyra í henni Siggu okkar sem var að koma frá Köpen. En hún var þar í afmæli og mikið skemmtilegt sem þar gerðist.

En nú, einmitt sitjum við Gunni eftir góðan dag við tölvurnar okkar, Gunni að semja bréf útaf Garðastræti og ég að skrifa þetta bréf og allt í rólegheitum.

 Andrés og Gunni

 


Komnir með blogg!

Er ekki frábært að við erum komnir með blogg?

 

placedelarepublique

Place de la Republique


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband